Fyrir þá sem vilja prufa leikinn þá er hægt að sækja ZIP skrá hér, í þeirri skrá er einnig SPECCY emulator til að spila hann.

spectrum_zx_-_sjoorrusta.zip |

sjoorrusta.tzx |
Sjóorrusta er íslenskur leikur sem var gefin út á ZX Spectrum tölvuna árið 1986 og var skrifaður af þeim feðgum Erling Örn og Jón Erlings. Leikurinn tók tvö ár í þróun og var forritaður á Sinclair ZX Spectrum vél með gúmmítökkum. Eftir að hafa haft upp á þeim feðgum þá gáfu þeir leyfi fyrir því að setja hann yfir á stafrænt form og dreifa til þeirra sem vilja prufa hann :) Fyrir þá sem vilja prufa leikinn þá er hægt að sækja ZIP skrá hér, í þeirri skrá er einnig SPECCY emulator til að spila hann. ![]()
Fyrir þá sem vilja bara fá leikinn sjálfan og sleppa emulator forriti þá er hægt að nálgast hann hér fyrir neðan. ![]()
Fyrir þá sem hafa áhuga þá notaði ég Plexgear USB Tape Recorder til að færa hljóðið af kassettunni yfir á WAV format. Eftir það þá þarf að vinna hlóðið aðeins, setja inn low pass filter og high pass filter, hreinsa óhljóð ofl. Ég notaði forrit sem er ókeypis á netinu og heitir Audacity. Þegar búið er að vista hjóðskránna á WAV formati þá nota ég MakeTZX forrit til að yfirfæra það yfir á skrárformati sem er hægt að lesa inn í flest alla Sinclair Spectrum Emulatora. Ég vil þakka þeim feðgum kærlega fyrir að gefa leyfi fyrir því að færa þetta yfir og fá að dreifa því til allra þeirra sem vilja njóta :)
|
Yngvi Th. JohannssonRetro gaming enthusiast and all around computer collector. Check out youtube site for more videos !
Archives
May 2021
Categories
All
|